Rakel og Arna fara ekki til Spánar

Ekkert verður af því að knattspyrnukonurnar frá Þór/KA. þær Rakel Hönnudóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fari á lán til Atletico Malaga á Spáni fram til vorsins.

Þegar allir skilmálar beggja aðila höfðu verið samþykktir þá tóku forsvarsmenn Málaga þá ákvörðun að hætta við vegna fjárhagsástæðna og þess hversu stutt væri í lok keppnistímabilsins á Spáni en því lýkur um miðjan apríl, er fram kemur á heimasíðu Þórs. 

Nýjast