Ragnar akstursmaður ársins hjá BA

Ragnar S. Ragnarsson var kjörinn akstursmaður ársins hjá Bílaklúbbi Akureyrar á Októberfesti félagsins, sem haldið var í gærkvöld. Ragnar varð Íslandsmeistari í MC – flokki á árinu og er það í þriðja skiptið í röð sem hann sigrar þá keppni.

 

Ragnar hefur þess utan sett Íslandsmet í flokknum sl. fjögur ár og á núgildandi met sem er 12:20 sekúndur á 113 mílum. 

Nýjast