09. október, 2007 - 14:20
Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot og vörslu fíkniefna. Maðurinn var dæmdur til að greiða 200 þúsund króna sekt en sæti 14 daga fangelsi verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn var tekinn í Reykjavík 12. febrúar sl. en þá ók hann bifreið þar án þess að hafa ökuréttindi. Ekki lét hann sér segjast því hann var tekinn næstu nótt á sama bíl, þá í Hafnarfirði. Loks var maðurinn dæmdur fyrir vörslu fíkniefna sem fundust í fórum hans í bifreið á Akureyrarflugvelli um verslunarmannahelgina.