„Það er nánast búið að kaupa nýtt lið í Eyjum en það á eftir að púsla því saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út hjá þeim í sumar. Ég veit ekki alveg hverju ég á von á frá þeim í dag, nema það að ég á von á tveimur leikmönnum sem spiluðu fyrir mig í fyrra.
Mínar stelpur munu mæta afar sterkar til leiks því þær munu ekki vilja tapa í fystu umferð fyrir fyrrum stöllum sínum og ég verð ekki í vandræðum með að undirbúa þær fyrir leikinn,” segir Viðar.
Afar litlar líkur eru á því að Mateja Zver verði með Þór/KA í dag vegna meiðsla og hugsanlega missir hún af fyrstu 2-3 leikjum deildarinnar.
Leikir dagsins í Pepsi-deild kvenna:
16:00 Stjarnan - Fylkir (Stjörnuvöllur)
16:00 Valur - Grindavík (Vodafonevöllurinn)
16:00 Afturelding - KR (Varmárvöllur)
16:00 Breiðablik - Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
16:00 Þór/KA - ÍBV (Þórsvöllur)