Öxnadalsheiðin ófær og innanlandsflug liggur niðri
06. mars, 2013 - 09:06
Kort Vegagerðarinnar klukkan 09:00
Stórhríð er milli Blönduóss og Skagastrandar, á Þverárfjalli, við utanverðan Skagafjörð og á Tröllaskaga. Öxnadalsheiði er ófær. Stórhríð er í Víkurskarði, Ljósavatnsskarði og Tjörnesi og óveður áfram þaðan austur með ströndinni.
Laugardaginn 23. ágúst kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningu Margrétar Jónsdóttur, Kimarek-Keramik, og samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 24. ágúst, kl. 11. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
Beint frá býli dagurinn verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til dagsins, en viðburðurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem fjölskylduvænn hátíðisdagur í íslenskri sveit. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og hvetja fleiri til að hasla sér völl á sviði smáframleiðslu matvæla.
Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.
Vinnsla hófst í morgun af fullum krafti í fiskvinnslu Samherja á Dalvík eftir sumarleyfi starfsfólks en vinnsla hjá ÚA á Akureyri hófst í júlí eftir sumarleyfi. Jón Sæmundsson framleiðslustjóri á Dalvík hafði í nógu að snúast á þessum fyrsta degi.
Nú þegar haustið færist yfir fer skólastarf að hefjast að nýju í grunnskólum Akureyrarbæjar. Samkvæmt upplýsingum frá skóladeild bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.500 nemendur sæki grunnskóla í vetur. Þar af eru 212 börn skráð í 1. bekk, og hefja þar með sína grunnskólagöngu.
Steps Dancecenter hefur gefið út glæsilegt dansmyndband við atriðið Ready For Take Off, sem samið er af Birtu Ósk Þórólfsdóttur. Atriðið keppti fyrr í vetur í undankeppnum bæði Dance World Cup og Global Dance Open með frábærum árangri, og þótti því kjörið að fanga það á filmu
Húsheild Hyrna hefur hafið vinnu við byggingu þjónustuhús hafnarinnar á Torfunefsbryggju. Áætlað er að vinnu við húsið verði lokið á vordögum 2026. Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11.00 voru opnuð tilboð í byggingarétt lóðanna Torfunef 2 og 3 í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála frá 19. maí s.l.