Börnin á Akureyri vöknuðu snemma og hafa í morgun gengið á milli fyrirtækja og syngja í von um að fá góðgæti að launum. Rík hefð er á Akureyri fyrir því að halda öskudaginn hátíðlegan. Þessir hressu krakkar sungu fyrir starfsfólks Vikudags í morgun.
SS-Byggir sem átti hærra tilboðið af tveimur sem bárust í lóðina við Hofsbót 1 og 3 í miðbæ Akureyrar hefur staðfest að fyrirtækið mun halda lóðinni og hefur það skilað inn tilskyldum gögnum. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.
Laugardaginn 23. ágúst kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningu Margrétar Jónsdóttur, Kimarek-Keramik, og samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 24. ágúst, kl. 11. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
Beint frá býli dagurinn verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til dagsins, en viðburðurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem fjölskylduvænn hátíðisdagur í íslenskri sveit. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og hvetja fleiri til að hasla sér völl á sviði smáframleiðslu matvæla.
Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.
Vinnsla hófst í morgun af fullum krafti í fiskvinnslu Samherja á Dalvík eftir sumarleyfi starfsfólks en vinnsla hjá ÚA á Akureyri hófst í júlí eftir sumarleyfi. Jón Sæmundsson framleiðslustjóri á Dalvík hafði í nógu að snúast á þessum fyrsta degi.
Nú þegar haustið færist yfir fer skólastarf að hefjast að nýju í grunnskólum Akureyrarbæjar. Samkvæmt upplýsingum frá skóladeild bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.500 nemendur sæki grunnskóla í vetur. Þar af eru 212 börn skráð í 1. bekk, og hefja þar með sína grunnskólagöngu.
Steps Dancecenter hefur gefið út glæsilegt dansmyndband við atriðið Ready For Take Off, sem samið er af Birtu Ósk Þórólfsdóttur. Atriðið keppti fyrr í vetur í undankeppnum bæði Dance World Cup og Global Dance Open með frábærum árangri, og þótti því kjörið að fanga það á filmu
Húsheild Hyrna hefur hafið vinnu við byggingu þjónustuhús hafnarinnar á Torfunefsbryggju. Áætlað er að vinnu við húsið verði lokið á vordögum 2026. Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11.00 voru opnuð tilboð í byggingarétt lóðanna Torfunef 2 og 3 í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála frá 19. maí s.l.