SA Víkingar unnu stórsigur á SR í Skautahöll Akureyrar í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. SA vann
leikinn 6:1 og hefur þar með þriggja stiga forskot í deildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn með 27 stig hvort. Þetta eru liðin sem munu
berjast um Íslandsmeistaratitilinn í mars og því geta SA Víkingar leyft sér að vera bjartsýna fyrir þá rimmu eftir
frammistöðuna í kvöld.
Rúnar Freyr Rúnarsson og Sigurður Sveinn Sigurðsson skoruðu tvö mörk SA Víkinga í kvöld og þeir
Jón B. Gíslason og Jóhann Már Leifsson sitt markið hvor. Mark SR skoraði Tómas T. Ómarsson.