Öruggt hjá Víkingum í lokaleiknum

SA Víkingar lögðu SA Jötna örugglega að velli, 11:2, í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld í lokaumferð Íslandsmót karla í íshokkí. Andri Sverrisson og Sigurður Sveinn Sigurðsson skoruðu báðir þrennu fyrir Víkinga, Andri Mikaelsson tvö mörk og þeir Ingvar Jónsson, Sigmundur Sveinsson og Einar Valentine sitt markið hver. Mörk SA Jötna skoruðu Björn Jakobsson og Jón Benedikt Gíslason.

Þá lagði SR Björninn að velli 5:2 í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöld. SA Víkingar ljúka deildarkeppninni með 41 stig í efsta sæti, SR 36 stig í öðru sæti, SA Jötnar 17 stig í þriðja sæti og Björninn rekur lestina með 14 stig í neðsta sæti.

Fyrsti leikur SA Víkinga og SR í úrslitakeppninni fer fram á sunnudaginn kemur í Skautahöll Akureyrar kl. 17:00. 

Nýjast