Breiðablik sigraði Þór nokkuð örugglega, 4:1, er liðin mættust í Akraneshöllinni í gær í Lengjubikar karla í knattspyrnu.
Arnar Már Björgvinsson skoraði tvívegis fyrir Blika og þeir Kristinn Steindórsson og Haukur Baldvinsson sitt mark hvor. Mark Þórs skoraði Jóhann Helgi Hannesson.
Þór og Breiðablik eru jöfn að stigum í riðli 1 með þrjú stig, Þór í fimmta sæti en Blikar í því sjötta.
Næsta umferð fer fram um næstu helgi og þar mætast KA og Breiðablik og Þór og Keflavík. Báðir leikirnir fara fram í Boganum sunnudaginn 13. mars.