Fimmtudaginn 7. apríl nk. verður haldinn opinn fundur um samgöngubætur, styttingar leiða, jarðgöng og áhrif þessara þátta á
lífsgæði samfélaga og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
- Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, fjallar um samgöngur og samfélagið okkar.
- Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri, ræðir um styttingu hringvegarins og nauðsyn góðra samgangna
fyrir Norðurland
- Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims, fjallar um flutningskostnað og áhrif hans á samkeppnisstöðu fyrirtækja á
Norðurlandi
Fundarstjóri verður Hilda Jana Gísladóttir. Alþingismönnum, fulltrúum FÍB og sveitastjórnarmönnum á Norðurlandi hefur
verið boðið sérstaklega til fundarins. Íbúar á Norðurlandi eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í
umræðum um brýn hagsmunamál svæðisins.