Opið hús í Hofi í dag

Í tilefni þess að hálft ár er liðið frá opnun Menningarhússins Hofs á Akureyri verður opið þar upp á gátt í dag, sunnudaginn 27. febrúar milli kl. 13-15. Notendur hússins verða á staðnum og kynna starfsemi sína. Á meðal þess sem verður um að vera í húsinu í dag er:  
  • Kvikmynd Arnar Inga um byggingarsögu hússins verður sýnd í Hömrum kl. 13/13:30/14:00
  • Útvarpsþátturinn Gestir út um allt í umsjón Margrétar Blöndal og Felix Bergssonar verður í beinni útsendingu frá Hamraborg. Gestir þáttarins verða Valgeir Guðjónsson og Valgerður Guðnadóttir. Fastir liðir í dagskrá þáttarins eru: Hljómsveit Hjörleifs Jónssonar, Hannes og Helgi, húsráð og heimilisleg hjónabandsspeki frú Blöndal, fjöldasöngur í sal, leikir með gestum, hljóðfæri dagsins, leiknar og sungnar auglýsingar af sviði og síðast en ekki síst seinni hluti framhaldsleikritsins Draumur Dalastúlkunnar
  • Is (not) ljósmyndasýning 
    hluti sýningarinnar hlaut á dögunum önnur verðlaun í alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni
  • Nemendafélag Tónlistarskólans á Akureyri verða á göngum tónlistarskólans og nemendur flytja ljúfa tóna fyrir gesti 
  • Sýning tileinkuð Sigfúsi Halldórssyni opin á göngum tónlistarskólans 3. hæð
  • Akureyrarstofa býður í kaffi og óvæntan glaðning á 2. hæð
  • Andlitsmálun fyrir börnin
  • Trúðurinn Guðfinna mætir og skoðar í hvern krók og kima Hofs með ungum gestum
  • Miðasala hússins opin þar sem hægt er að fá upplýsingar um komandi viðburði
  • Líkt og alla sunnudaga frá opnun hússins verður brunch á 1862 frá kl. 11. Hvetjum gesti til að panta borð í tíma
  • Hrím verður með spennandi tilboð á völdum vörum

Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir!

Nýjast