Ófært um Víkurskarð og Grenivíkurveg

Vetur konungur heldur áfram að minna á sig norðanlands. Á Norðurlandi eystra er ófært á Víkurskarði, Grenivíkurvegi, Hófaskarði og Mývatnsöræfum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Hálka og éljagangur er frá Akureyri út í Ólafsfjörð en þæfingsfærð inn í Eyjafirði. Þæfingsfærð er á flestum öðrum leiðum og mokstur hafin.  

Á Norðurlandi vestra er greiðfært í Húnavatnssýslu en hálkublettir á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Ófært er á Siglufjarðarvegi. Hálka eða hálkublettir og skafrenningur er á flestum öðrum leiðu. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og fáeinum öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er þæfingsfærð og stórhríð á Gemlufallsheiði og í Önundarfirði, þar er ekkert ferðaveður. Þungfært er í Súaandafirði og beðið með mokstur. Þæfingsfærði er á Súðavíkurhlíð og mokstur hafin. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi og þungfært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur. Óveður er á Hálfdáni og Mikladal. Ófært á Klettshálsi. Óveður er á Hjallahálsi. Hálkublettir og skafrenningur er á Þröskuldum. Á Austurlandi er ófært á Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Þungært er á Möðrudalsöræfum. Hálka og skafrenningur er á Oddskarði. Hálka er frá Reyðarfiðri og með ströndinni.

Á Suðausturlandi er hálka austan við Höfn en autt þar fyrir vestan en óveður og hætta á sandstormi á Mýrdalssandi og ekkert ferðaveður. Vegir á Suðurlandi eru greiðfærir, þó er sandstormur undir Eyjafjöllum og ekkert ferðaveður, segir á vef Vegagerðarinnar.

Nýjast