Oddur var í eldlínunni með íslenska landsliðinu í gær sem lagði Letta að velli 29:25 ytra. Oddur þurfti að fara af velli um tíma er hann fékk þungt högg á augað.
„Það blæddi hressilega úr auganu og ég sá ekki neitt með því í einhverjar mínútur. Ég er með ágætis glóðarauga núna,” sagði Oddur, sem kom þó aftur inná í leiknum. Hann verður væntanlega með íslenska liðinu í leiknum mikilvæga gegn Austurríki á sunnudaginn kemur.