Oddur kallaður inn í hópinn fyrir leikinn gegn Frökkum

Hornamaðurinn Oddur Gretarsson hefur verið kallaður inn í landslið Íslands fyrir leikinn gegn Frökkum í kvöld, en leikurinn er lokaleikur liðanna í milliriðli á HM í Svíþjóð. Oddur kemur í stað Ingimunds Ingimundarsonar varnarmanns sem er meiddur.

Það er gríðarlegt áfall fyrir Ísland að missa Ingimund í meiðsli fyrir Frakkaleikinn þar sem Ingimundur hefur verið mikilvægur hlekkur í vörn liðsins. Að sama skapi er þetta kærkomið tækifæri fyrir Odd, leikmann Akureyrar, sem hefur setið upp í stúku utan hóps það sem af er móts.

Leikurinn Íslands og Frakklands hefst kl. 19:45 og er í beinni á Stöð 2 Sport.

Nýjast