Óánægðar með að málefni Fallorku hafi ekki borist umhverfisnefnd

Petrea Ósk Sigurðardóttir Framsóknarflokki og Valdís Anna Jónsdóttir Samfylkingu, fulltrúar í umhverfismefnd Akureyrar, létu bóka á fundi nefndarinnar í gær, að þær lýstu mikilli óánægju með að málefni Fallorku, vegna virkjunar í Glerárdal, skuli ekki hafa borist umhverfisnefnd til umsagnar.  

"Við teljum eðlilegt að þetta mál hefði fengið umræðu og afgreiðslu í fagnefndum bæjarins en ekki eingöngu í bæjarráði. Mikilvægt er að skoða málið frá öllum hliðum til að tryggja að mismunandi sjónarmið og rökstuðningur fái umræðu innan stjórnkerfis bæjarins áður en ákvörðun er tekin," segir ennfremur í bókuninni.

Nýjast