"Við teljum eðlilegt að þetta mál hefði fengið umræðu og afgreiðslu í fagnefndum bæjarins en ekki eingöngu í bæjarráði. Mikilvægt er að skoða málið frá öllum hliðum til að tryggja að mismunandi sjónarmið og rökstuðningur fái umræðu innan stjórnkerfis bæjarins áður en ákvörðun er tekin," segir ennfremur í bókuninni.