Nýtt húsnæði í tekið í notkun hjá Símey

Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, fékk afhenta í vikunni til afnota nýja viðbyggingu við húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri. Af þessu tilefni var efnt til opnunarhátíðar í nýju viðbyggingunni. Húsnæðið að Þórstíg er í eigu Hölds og við þetta tækifæri  afhenti Steingrímur Birgsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Erlu Björgu Guðmunsdóttur framkvæmdastjóra Símey, lykilinn að nýja húsnæðinu með táknrænum hætti.  

Nýja húsnæðið mun hafa mikla breytingu í för með sér bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Starfsemi Símey hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en hún hefur verið til húsa að Þórsstíg 4 frá árinu 2003 en þá átti Akureyrarbær húsið. Símey leigði hluta af efri hæðinni undir tvær skrifstofur og eina kennslustofu. Þá voru starfsmenn tveir í einu og hálfu stöðugildi. Nú eru starfsmenn rúmlega 10 í 7 stöðugildum, kennslustofurnar eru 5 og skrifstofurnar 6. Á síðasta ári voru nemendur Símey á annað þúsund talsins, á lengri og skemmri námsleiðum.

Nýjast