Norðurskel ehf. var stofnað árið 2000 og hefur verið leiðandi aðili í þróun kræklingaræktar á Íslandi. Fyrstu ár
félagsins fóru að stærstum hluta í þróun á ræktunaraðferðum en undanfarið ár hefur félagið selt afurðir
sínar reglulega hérlendis og einnig hefur töluvert af skel verið flutt á erlendan markað.
Fyrirtækinu hefur verið lokað og er óljóst með hver næstu skref í málinu verða að sögn Björns Gíslasonar
stjóðsstjóra hjá Tækifæri. Hann segir að einhver áhugi sé fyrir hendi á að reyna að reisa félagið við, en
sem stendur sé óljóst hvort af því verður og hvernig málum þá fram vindur. Alls störfuðu fimm manns hjá Norðurskel að
framkvæmdastjóra meðtöldum. Árni Pálsson var skipaður skiptastjóri þrotabúsins.