Ninna útskrifaðist árið 2006 frá Design Academy Einthoven sem hönnuður. Eftir útskrift hefur hún ferðast um heiminn og unnið við ýmiskonar verkefni meðal annars að skóhönnun í Guangzhou, Kína, teiknimyndagerð í Los Angeles, USA og iðnhönnun í Amsterdam, Hollandi. Hún starfar nú á Íslandi sem myndskreytir og hönnuður. Sýningin er opinn um helgar frá kl. 14.00- 17.00 til 16. apríl.