Samtökin kölluðu því eftir upplýsingum frá leigjendum sjálfum og segir Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi Neytendasamtakanna á Akureyri að viðbrögð leigjenda hafi verið vonum framar. „Við viljum þó gjarnan fá fleiri dæmi frá leigjendum á stórum þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins, svo sem á Akureyri. Eins er gott að fá upplýsingar bæði frá leigjendum sem leigja af einstaklingum og sérstökum leigufélögum."
Þeir sem vilja leggja þessari könnun lið geta farið inn á www.ns.is og fyllt út nokkrar grunnupplýsingar svo sem verð, fermetrafjölda og staðsetningu. Einnig er hægt að hafa samband við samtökin í gegnum síma. Fyllsta trúnaðar er gætt.
„Þegar unnið hefur verið úr niðurstöðum verða þær að sjálfsögðu öllum aðgengilegar en við vonumst til að þessi vinna skili okkur greinargóðum upplýsingum um verðlag á leigumarkaði. Eins og staðan er í dag er enginn sem heldur utan um slíkar upplýsingar," segir Brynhildur ennfremur.