Nemendur brautskráðir með M.Sc. gráðu í endurnýjanlegum orkufræðum

Alls voru 43 nemendur brautskráðir með M.Sc. gráðu í endurnýjanlegum orkufræðum sl. föstudag. Um er að ræða sameiginlega gráðu frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Nemendurnir 43 koma frá átta mismunandi þjóðlöndum, þar af þrír frá Íslandi.  

Eins og kunnugt er varð RES-orkuskóli gjaldþrota í janúar síðastliðnum og tóku háskólarnir þá við verkefninu enda hafa þeir borið akademíska ábyrgð á því námi sem fram hefur farið við RES-orkuskólann. Brautskráningin fór fram við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri þar sem m.a. Stefán B. Sigurðsson rektor H.A flutti ávarp ásamt fulltrúa nemenda. Var mikil ánægja meðal nemenda hvernig haldið hefur verið á þeirra málum og þeim gert kleyft að ljúka sínu námi og útskrifast á tilsettum tíma.

Nýjast