Með aukinni tæknivæðingu hefur framtalsgerð verið gerð mun einfaldari á allan hátt. Ríkisskattstjóri forskráir í dag flestar tölur sem þarf að gera grein fyrir. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum sem launagreiðendur senda frá sér, en það er svo hlutverk þess sem telur fram að staðfesta að viðkomandi upplýsingar séu réttar og breyta þeim ef svo er ekki, segir Davíð Búi Halldórsson hjá Endurskoðun Norðurlands á Akureyri.
Eignabreytingar
Slíkar breytingar koma að einhverju leyti fram í sjálfri forskráningunni og því þarf viðkomandi að fara vel yfir framtalið og bæta við upplýsingum ef á þarf að halda. Sömuleiðis þarf að fylgjast með því að launagreiðendur hafi skilað inn öllum tölum með rafrænum hætti, þannig að þær skili sér örugglega inn á framtalið.
Þannig að það er ekki nóg að staðfesta ánast blindandi rafræna framtalið?
Hjá flestum einstaklingum er framtalsgerðin tiltölulega einföld og tekur ekki langan tíma. En við leggjum áherslu á að vel sé farið yfir allar tölur sem fram koma á framtalinu og sömuleiðis að farið sé yfir að allar tölur hafi skilað sér inn á framtalið. Tölurnar eru ekki alltaf réttar og þá þarf að bregðast við, þannig að álagningin verði nú örugglega rétt.