Nágrannaslag KA og Þórs frestað um viku

Nágrannaslag KA og Þórs á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu sem átti að fara fram á Akureyrarvelli næstkomandi fimmtudag, hefur verið frestað um eina viku eða fram til fimmtudagsins 8. júlí.

 

Þetta kemur til vegna leik FH gegn BATE Borisov í Meistaradeild Evrópu þann 14. júlí næstkomandi. Vegna þessa þarf að flýta leik FH og KA í 8- liða úrslitum VISA- bikarkeppninnar og fer sá leikur fram á Kaplakrikavelli kl. 18:00 á fimmtudaginn kemur, þann 1. júlí.

Nýjast