Þess vegna, ekki síst er ömurlegt til þess að vita að stjórnvöld skuli leggjast svo lágt að ráðast að þessum hópi fólks sem svo sannarlega hefur skilað sínu fyrir land og þjóð. Fólk sem biður um það eitt að fá að lifa áhyggjulausu ævikvöldi, Við skorum því á stjórnvöld að sýna skynsemi og afturkalla nú þegar niðurskurð sem er illa ígrundaður og ekki í takti við stefnu núverandi ríkisstjórnar um að byggja upp norrænt velferðarsamfélag á Íslandi. Höfum það einnig í huga að við næstu alþingiskosningar munu kjósendur dæma þingmenn af verkum sínum. Við gerum ekki lítið úr þeim vanda sem blasir við þjóðinni eftir bankahrunið en það er ljótt og ólíðandi með öllu að menn skuli leyfa sér að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Því mótmæla aðstandendur heimilisfólks á Öldrunarheimilum Akureyrar, segir í ályktun aðstandenda heimilisfólks á Öldrunarheimilum Akureyrar.