Umaferðin dróst saman um 2,2% á Norðurlandi fyrstu fjóra mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Vegagerðarinnar. Á landinu öllu jókst umferðin hins vegar um 5,3%. Í apríl dróst umferðin á Norðurlandi saman um 14%, en á landinu öllu var samdrátturinn hátt í 5%, miðað við apríl á síðasta ári. Samdráttur mældist í öllum landssvæðum, mest þó fyrir norðan, en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið. Þar var umferðarþunginn svipaður. Vegagerðin bendir á að páskarnir voru í apríl á síðasta ári en í mars á þessu ári.
karleskil@vikudagur.is