Mikilvægur leikur Þórs gegn Hetti í kvöld

Þórsarar eiga mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld er liðið sækir Hött heim á Egilsstaði í  lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta.

Þór er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 24 stig og sigur í kvöld ætti að duga norðamönnum til þess að tryggja annað sætið, sem gefur heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.

Nýjast