Sauðburður er hafinn í Grýtubakkahreppi líkt og annars staðar og segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri ekki árennilegt að hefja sauðburði í þessari ótíð. Góðu fréttirnar séu hins vegar þær að minni snjór er í Höfðahverfinu enn í þorpinu sjálfu og telur Guðný að ef bregði til betri tíðar muni snjó fljótt taka upp af túnum. Hún segir að bændur séu víða orðnir heylitlir eftir harðan og langan vetur. Hægt sé að útvega hey annars staðar af landinu en það hafi mikinn kostnað í för með sér. Rúllan komin heim á hlað kosti um 7000 krónur og því um umtalsverðan kostnað að ræða. Þá gefi margir kjarnfóður með til að spara heyið og það kosti líka skildinginn. Allt setur þetta sitt strik í reikninginn, segir Guðný.