Eining-Iðja bauð félagsmönnum sínum sem eru lífeyrisþegar sýningu leikritsins; Með fullri reisn, sem Leikfélag Hörgdæla
sýnir á Melum í Hörgárdal. Vegna gríðarlegrar eftirspurnar hefur félagið ákveðið að bjóða þessum
félagsmönnum sínum á aðra sýningu, þar sem strax fylltist á sýninguna sem félagið fer á um næstu helgi.
Seinni sýningin verður fimmtudagskvöldið 14. apríl nk. og hefst kl. 20:30. Rútuferð verður frá Alþýðuhúsinu á
Akureyri kl. 19:45. Rétt er að athuga að um takmarkað sætaframboð er að ræða. Þetta kemur fram á vef félagsins.