Óhætt er að segja að lífið snúist um dans hjá Evu Reykjalín Elvarsdóttur danskennara á Akureyri. Hún rekur STEPS Dancecenter ásamt tveimur öðrum, kennir Zumba a.m.k. þrisvar í viku og kennir einnig dans í leikskólum, skólum og við allskyns athafnir við ýmis tækifæri.
Eva hefur líka tekist á við erfiðleika á lífsleiðinni. Hún gekk í gegnum skilnað en fann ástina á ný. Yngsti sonur hennar veiktist alvarlega sl. haust og var vart hugað líf. Sú reynsla tók mikið á alla fjölskylduna.
Vikudagur heimsótti Evu og spjallaði við hana um lífið og tilveruna, en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.