Mateja Zver áfram í herbúðum Þórs/KA

Knattspyrnukonan Mateja Zver frá Slóveníu hefur ákveðið að snúa aftur til Þórs/KA og leika með liðinu næsta sumar. Mateja spilaði lykilhlutverk með liðinu sem náði öðru sætinu í Pepsi-deildar kvenna sl. sumar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeild Evrópu. Eftir að hafa misst tvo sterka leikmenn frá sér frá sl. sumri er þetta kærkomið fyrir Þór/KA.  Mateja hefur leikið með Þór/KA sl. þrjú sumur og verið ein allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Hún á að baki 48 leiki með liðinu og hefur skorað 47 mörk. Það var þjálfari Þórs/KA, Viðar Sigurjónsson, sem tilkynnti þetta í hádeginu í dag er fram kemur á heimasíðu Þórs.

Nýjast