Mateja byrjar gegn ÍBV

Slóvenska knattspyrnukonan Mateja Zver er óvænt í byrjunarliði Þórs/KA sem mætir ÍBV eftir skamma stund á Þórsvelli, í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu.

 

Mateja varð fyrir meiðslum á dögunum og reiknað var með að hún myndi missa af fyrstu 2-3 leikjum liðsins í deildinnni. Batinn hefur hins vegar gengið hraðar fyrir sig en menn töldu og verða það að teljast afar góð tíðindi fyrir lið Þórs/KA.

Nýjast