Skíðakonan María Guðmundsdóttir frá SKA mun ekki keppa á HM unglinga sem hefst í Sviss þann 30. janúar. Eftir því sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag er það vegna of mikils álags og einhæfa æfinga.
María hefur keppt á 18 mótum síðan í nóvember og virðist það hafa verið einum of mikið álag fyrir þessa efnilegu skíðakonu. María missti einnig af HM unglinga í fyrra en vonast eftir að ná HM fullorðna sem fram fer í Þýskalandi í febrúar.