15. október, 2007 - 15:17
María Helena Tryggvadóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri ferða- og atvinnumála á Akureyrarstofu. Alls bárust 27 umsóknir um starfið. María lauk námi í rekstrarfræði frá Norsk Hotelhögskole árið 1993. Hún hefur að baki fjölbreytta starfsreynslu í ferðamálum og rekstri. Hún hefur m.a. unnið við markaðsmál, fjárhagsáætlanagerð og skipulagningu ferðamálasvæða, sýninga og viðburða. Hún tók þátt í að koma á fót ferðaskrifsstofunni Islandia Reiser AS í Osló árið 1995 og var framkvæmdastjóri hennar. María hélt áfram um stjórnartaumana við samruna fyrirtækisins við Islandia Travel AS og gegndi því starfi um 10 ára skeið. Undanfarin 4 ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri á félagssviði Akureyrarbæjar. María Helena er fædd og uppalin í Eyjafjarðasveit en hefur verið búsett á Akureyri undanfarin 6 ár. Hún er gift Magnúsi Kristjánssyni þróunarstjóra heilbrigðislausna hjá TM Software og eiga þau tvö börn. María Helena hefur störf á Akureyrarstofu 1. nóvember n.k.