MA býður í heimsókn

Nú standa nemendur í 10. bekk frammi fyrir því að velja sér framhaldsskóla. Forinnritun nemenda í framhaldsskóla hófst 21. mars og stendur til 1. apríl og lokainnritun er síðan 3.-9. júní. Að því tilefni býður MA nemendum í 10. bekk, foreldrum og öðrum áhugasömum á opið hús, til að kynna sér líf og nám í MA, fimmtudaginn 24. mars frá kl. 16:00-17:30.  

Á þeim tíma verður óformleg dagskrá í Kvosinni á Hólum og nálægum kennslustofum en meðal þess sem má sjá er: Kynning á nýju námskránni í MA, kynning á námsbrautum í skólanum, kynning á Íslandsáfanganum, nýjung í skólastarfinu sem hefur gefist afar vel og kynning á ferðamálakjörsviði.

Auk þess verða ýmsar uppákomur:

    * Stæðfræðiþrautir í umsjá kennara 1. bekkjar, með skemmtilegum verðlaunum

    * Spurningaþrautir Gettu betur-liðsins, líka með verðlaunum

    * Tækjasýning nemenda á eðlisfræðibraut

    * Sýning á atriðum úr splunkunýjum söngleik Leikfélags MA

    * Tónlistaratriði nemenda.

    * Heimavistin verður opin þeim sem vilja kynna sér hana

Kennarar í skólanum, námsráðgjafar og stjórnendur verða til skrafs og ráðagerða.

Nýjast