Ingvar Þóroddsson skiptastjóri þrotabúsins segir að ekki sé mikið um eignir í búinu og því alls ekki ljóst að loknum fyrsta skiptafundi sem var nýlega hvort eitthvað fáist greitt upp í kröfur. Forgangskröfur í búið nema um 40 milljónum króna, en einungis var fyrsta kastið fallist á um 5 milljónir króna. „Það eru ýmsir þættir sem á eftir að skoða, skiptum verður ekki lokið alveg á næstunni, það þarf að leysa úr ágreiningi varðandi nokkur mál áður en að því kemur," segir Ingvar.
RES-orkuskólinn starfaði frá árinu 2007 og menntaði meistaranema á sviði orkuvísinda og vistvænnar nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Akureyrarbær var einn hlutahafa í félaginu og hafði lýst yfir vilja til að auka hlutafé sitt að því skilyrði uppfylltu að aðrir hluthafar gerðu slíkt hið sama. Það gekk ekki eftir.