Lögfræðitorg á morgun - Höfuðlínur og þróun heimskautaréttar -

Þróun heimskautaréttarins hefur að undanförnu einkennst öðru fremur af áherslum á umfangsmikil áhrif og eðli þeirra breytinga er nú ganga yfir heiminn á hnattræna vísu, hverra merki má helst sjá og greina við heimskautin tvö. Þannig liggja gild rök fyrir skörun áhrifasvæða heimskautaréttar við önnur svæði og heimshluta, enda sé þróun heimskautasvæðanna tveggja óhjákvæmilega háð hnattrænum áhrifum sem og öðrum meginstraumum í alþjóðasamfélaginu.

Í fyrirlestrinum fjallar Dr. Natalia Loukacheva um nokkrar af þessum meginbreytingum, straumum og stefnum og hugsanleg áhrif þeirra á frekari framþróun og mótun náms og rannsókna í heimskautarétti, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur sannað gildi sitt innan lögfræði á rannsóknastigi á heimsvísu áunnið sér jafnframt virðingu meðal fræðimanna sökum sérstöðu fagsins og sérþekkingar.

Dr. Natalia Loukacheva er fyrsti Fridtjof Nansen prófessorinn í Norðurheimskautsfræðum (Arctic Studies) við Háskólann á Akureyri (samstarfsverkefni Íslands og Noregs) Natalia er að auki fræðimaður við Munk School of Global Affairs, Háskólanum í Toronto. Hún er aðjúnkt við Osgoode Hall Law School, í LL.M. náminu með áherslu á orkufræði og samfélagslega innviði, York University; rannsóknarfélagi við Canadian Defence and Foreign Affairs Institute; gestaprófessor í heimskautarétti og félagi við Stofnun Vilhjálms Stefánsdóttur. Hún var fyrsti umsjónarmaður með námi í heimskautarétti (Polar Law Program) við Háskólann á Akureyri (2008-2010).

Staður og stund: Háskólinn á Akureyri, þriðjudaginn 12. febrúa kl. 12.00 Stofu M102, Sólborg v/Norðurslóð

Nýjast