Þá er kveðið á um að iðnaðarráðherra skuli leggja fram með reglulegu millibili þingsályktun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem byggir á niðurstöðum rammaáætlunar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að „á næstunni muni Alþingi fá gríðarstórt verkefni í hendur þegar farið verður yfir flokkun á mögulegum virkjana- og verndarkostum þegar kemur að nýtingu náttúru- og orkuauðlinda á Íslandi. Með nýsamþykktum lögum um verndar- og nýtingaráætlun sé Alþingi búið að setja sér leikreglur sem varða þá lagalegu meðferð sem væntanleg flokkun mun fá. Miklu máli skipti að yfirsýn náist yfir virkjanamöguleika og hvaða svæði við ætlum að vernda."
Þegar rammaáætlunin liggur fyrir verður samin tillaga til þingsályktunar sem verður send í opið kynningarferli í samræmi við reglur sem gilda um umhverfismat áætlana. Þingsályktunin verður síðan lögð fyrir Alþingi þegar þing kemur saman í haust.