Lið umferða 15-21 í N1-deild karla í handbolta var tilkynnt í dag. Akureyringar eiga einn leikmann í liðinu en Bjarni Fritzson var valinn í hægra hornið í úrvalsliðinu. Besti leikmaður umferðanna er leikmaður FH og fyrrum leikmaður Akureyrar, Ásbjörn Friðriksson, en sá hefur farið á kostum með FH í síðustu leikjum og vel að nafnbótinni kominn.
Úrvalsliðið er þannig skipað:
Markvörður: Hlynur Morthens, Val
Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK
Vinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FH
Miðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FH
Hægri skytta: Ernir Hrafn Arnarson, Val
Hægra horn: Bjarni Fritzson, Akureyri
Línumaður: Orri Freyr Gíslason, Val
Besti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, FH
Besti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson,FH
Besta umgjörðin: FH
Bestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson