Það var lið Dalvíkurskóla sem náði fyrsta sæti fyrri riðils með jöfnum og góðum árangri allt mótið. Árskóli náði öðru sæti og Grunnskóli Fjallabyggðar varð í þriðja sæti. Í seinni riðli varð það lið Brekkuskóla sem sigraði. Giljaskóli varð í öðru sæti og Síðuskóli í þriðja sæti. Það var slegið glæsilegt Íslandsmet í armbeygjum. Snjólaug Heimisdóttir úr Giljaskóla tók stórglæsilegar og vel gerðar 106 armbeygjur. Akureyringar hafa alltaf verið með hæsta meðaltal í armbeygjum frá upphafi Skólahreysti og telja aðstandendur Skólahreysti að það tengist því að norðlenskir unglingar þurfa alltaf að taka próf í íþróttatímum í armbeygjum og hefur það verið þannig í tugi ára.
Það sem einkenndi keppnirnar var góður og jafn árangur allra skóla í öllum greinum og því gríðarleg spenna um það hver næði fyrsta sæti í báðum riðlum og þá rétti til þess að fara í 12 liða úrslit í Skólahreysti MS 28. apríl í beinni útsendingu frá Laugardalshöll. Þættir frá keppninni eru sýndir öll þriðjudagskvöld kl.20:10 og endursýndir á föstudögum og laugardögum. Öll úrslit er að finna inni á Skolahreysti.is.