Þetta hefur m.a. áhrif þar sem sami aðili er með fleiri en einn bát við hrognkelsaveiðar en samkvæmt breytingunni verður skylt að taka net úr sjó þegar leyfi rennur út og ganga frá merkingu neta í landi. Aðrar breytingar eru minniháttar, s.s. að nú er grásleppuútgerðum gert auðveldara að nota svokölluð lambamerki til merkinga á grásleppunetum, veiðisvæði hafa verið hnitasett og veiðisvæði F sem er fyrir Austurlandi verður opnað 15. mars í stað 10 mars áður, segir í frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.