Það verður toppbaráttuslagur í boði í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld þegar Þór og FSu
mætast í 1. deild karla í körfubolta kl. 19:15. Þór er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig en FSu hefur 16 stig í
þriðja sætinu en hafa leikið einum leik minna en norðanmenn.
„Þetta er leikur sem við verðum að vinna og ef við náum okkar leik að þá gerum við það,” segir Konrad Tota
þjálfari Þórs um leikinn í kvöld, en nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.