Börnin léku á alls oddi enda fengu að reyna ýmislegt og að venju var boðið upp á grillaðar pyslur og safa. Þau höfðu sérstaklega gaman af því að hlaupa undir vatnsbununa, sveifla sér í köðlum, renna sér í gegnum rör og sprauta vatni með slökkviliðsmönnum. Einnig fengu þau að teikna á gólfið í slökkvistöðinni. Sjá fleiri myndir á síðunni, undir ljósmyndir.