Akureyri og FH leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild karla í handbolta en bæði liðin unnu oddaleiki sína í kvöld. Úrslitarimma liðanna hefst þriðjudaginn 26. apríl, degi fyrr en áætlað var.
Fyrsti leikurinn var settur á miðvikudeginum 27. apríl en þar sem Íþróttahöllin er bókuð vegna Andrésar Anda leikana á skíðum þann dag var fyrsta leiknum flýtt.
Leikjadagskráin er þannig:
þriðjudagurinn 26.apríl kl. 19.30 Akureyri – FH Höllin Akureyri
föstudagurinn 29.apríl kl. 20.15 FH – Akureyri Kaplakriki
sunnudagurinn 1.maí kl. 16.00 Akureyri – FH Höllin Akureyri
miðvikudagurinn 4.maí kl. 19.30 FH-Akureyri Kaplakriki (ef þarf)
föstudagurinn 6.maí kl. 20.15 Akureyri – FH Höllin Akureyri (ef þarf)