Lee Buchheit heldur fyrirlestur um Icesave í HA

Fimmtudaginn 31. mars klukkan 12.30-13.30 verður fjallað um Icesave samningana í Háskólanum á Akureyri, stofu M102.  Lee  Buchheit mun  flytja erindið: Icesave-samningarnir - kostir og gallar. Lee Buchheit er lögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum lánasamningum og skuldasamningum sjálfstæðra ríkja og hefur leitt starf samninganefndar Íslands um Icesave-samningana frá því snemma árs 2010.  

Lee Buchheit er einn meðeiganda lagaskrifstofunnar  Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP lögfræðistofunnar sem er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum en starfsemi víða um heim. Lee Buchheit öðlaðist doktorgráðu frá Pennsylvaníu háskóla árið 1975 og diplomagráðu í alþjóðalögum frá Cambridge University árið 1976. Hann hefur skrifað tvær bækur á sviði þjóðréttar og meira en 40 greinar um málefni tengt sínu sérsviði. Hann hefur kennt lögfræði við lagadeildir sumra af virtustu háskólum heims.

Buchheit hefur fengið ýmsar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir starf sitt, þar á meðal International Financial Law Review's Lifetime Achievement Award. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir!

Nýjast