12. október, 2007 - 13:38
Fulltrúar Ungmennafélags Íslands, Akureyrarbæjar, UMSE og UFA hafa skrifað undir samninga vegna Landsmóts UMFÍ sem fram á að fara á Akuereyri aðra helgina í júlí árið 2009. Annars vegar var um að ræða samninga milli UMFÍ og mótshaldara sem eru Umgmennasamband Eyjafjarðar og Ungmennafálag Akureyrar, og hinsvegar samningur milli mótshaldara og Akureyrarbæjar.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri sagðist ánægð með að þessir samningar væru í höfn. Hún sagði að 20 mánuðir væru til stefnu og að vinna við undirbúning yrði sett í fullan gang. Landsmótsnefnd hefur verið að störfum um nokkurt skeið og töluverð vinna farin í gang.