Hárið er einn vinsælasti söngleikur allra tíma og verður nú í fyrsta sinn frumsýndur í atvinnuleikhúsi á Akureyri. Hárið er fyrsti stóri rokksöngleikurinn og hefur að geyma mörg af þekktustu söngleikjalögum allra tíma, þar á meðal; Að eilífu, Blikandi stjörnur, Lifi ljósið og titillag verksins; Hár. Margir af bestu söngvurum landsins munu þenja raddböndin fyrir áhorfendur í Hofi. Þeir eru; Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Matthías Matthíasson, Magni Ásgeirsson, Jana María Guðmundsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Ólöf Jara Skagfjörð og Pétur Örn Guðmundsson. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson en um leikmynd sér R. Mekkín Ragnarsdóttir.
Sýningargestir geta enn ráðið því hvort þeir sitja í hefbundnum sætum eða í lautinni svokölluðu. Í lautinni eru þægindin í fyrirrúmi og áhorfendur sitja á púðum og upplifa þannig hina sannkölluðu "Woodstock" stemmningu. Miðasalan er í fullum gangi og er forsölutilboð á vefnum; harid.is.