Kýrin hlaut nafnið Skvetta sem ungur drengur Kristófer Logi Ellertsson úr Hafnarfirði valdi. Þar með var hann heppinn vinningshafi til fyrstu verðlauna en tuttugu og tvö önnur börn völdu þetta nafn og var dregið úr hópnum. Kristófer Logi hlaut í verðlaun: "ipod nano" og árskort í Húsdýragarðinn. Öll börnin sem völdu fyrrnefnd nöfn sem voru í undanúrslitum fengu í viðurkenningarskyni stuttermabol með mynd af kúnni skemmtilegu.