Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf mættu á fund
bæjarráðs í morgun og kynntu áhyggjur sínar af fyrirhuguðum breytingum á gildandi lögum um stjórn fiskveiða og hugsanlegum
áhrifum á fyrirtæki og samfélagið á Akureyri og í Eyjafirði.
Bæjarráð leggur til að haldinn verði hið fyrsta almennur opinn fundur á Akureyri um fyrirhugaðar breytingar á gildandi lögum um stjórn
fiskveiða. Fundurinn verði haldinn til að upplýsa almenning um málið og til að gefa fólki tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir.