Knattspyrnumaðurinn Kristján Sigurólason, sem leikið hefur í Noregi undanfarin ár, hefur gengið til liðs við Þór á
ný. Þetta er staðfest á vef Þórs.
Kristján er 22 ára varnarmaður og er uppalinn Þórsari. Hann á að baki 58 leiki með liðinu í deild-og bikarkeppni.
Fyrir hafði Þór
fengið markvörðinn Srdjan Rajkovic frá Fjarðabyggð og Inga Frey Hilmarsson frá Ardal til liðs við sig.