Kristján Páll genginn í raðir Þórs

Kristján Páll Hannesson er genginn í raðir Þórs frá KA og mun leika með sínu gamla uppeldis félagi í Pepsi-deildinni í sumar. Kristján er 23 ára og spilar í stöðu varnar/miðjumanns en þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Kristján kemur frá Bandaríkjunum þann 13. maí, þar sem hann stundar nám, og verður því ekki klár í slaginn fyrr en í fjórðu umferð deildarinnar. Hjá Þór hittir Kristján fyrir bróður sinn, Jóhann Helga Hannesson.

Nýjast