Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar mun láta af starfi sínu þann 31. júlí
næstkomandi. Hún kynnti félagsmálaráði uppsögn sína á fundi ráðsins í gær. Félagsmálaráð
þakkaði Kristínu fyrir vel unnin störf og óskaði jafnframt eftir því að starfið verði auglýst sem fyrst.